Dómar

Dómur Hæstaréttar Íslands í máli nr. 282/2015

3.2.2016


A1988 hf. gegn íslenska ríkinu.

 Með dómi Hæstaréttar Íslands sem kveðinn var upp þann 28. janúar 2016 var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá 21. janúar 2015 staðfestur með vísan til forsendna.  Íslenska ríkið var þar með sýknað af kröfu stefnanda um ógildingu á úrskurði ríkisskattstjóra og úrskurði yfirskattanefndar.

Í málinu var deilt um frádrátt að fjárhæð kr. 55.410.845.133 sem stefnandi hafði fært á móti rekstrartekjum á grundvelli 2. mgr. 12. gr. tekjuskattslaga á framtali 2010.  Umrædd fjárhæð var vegna skulda sem kröfuhafar stefnanda höfðu fellt niður á grundvelli nauðasamnings.  Skuldirnar voru tilkomnar vegna fjárfestinga stefnanda á eignarhlutum í félögum.

Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var í Hæstarétti með vísan til forsendna, eins og fram hefur komið, kemur fram að samkvæmt beinni orðskýringu á 2. mgr. 12. gr. tekjuskattslaga væri ekki unnt að fallast á að eftirgjöf skulda vegna nauðasamninga félli undir orðalag ákvæðisins sem kveður á um að heimilt sé að færa stofnverð eigna niður vegna eftirgjafa skulda sem til falla í sambandi við kaup þeirra. 

Hlekkur á dóminn:
http://www.haestirettur.is/domar?nr=10953

Til baka

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum