Ríki-fyrir-ríki skýrslur (Country-by-Country)
Ísland undirritaði í maí 2016 samkomulag á vegum OECD um skipti á upplýsingum um starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækjasamstæðna og skuldbatt sig með því til að taka upp hér á landi löggjöf um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslum í samræmi við marghliða samning þar um. Ákvæði um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslum var síðan var lögfest í 4. gr. laga nr. 112/2016, um aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. með síðari breytingum, og er að finna í 91. gr. a laga nr. 90/2003 um tekjuskatt. Ísland hefur jafnframt undirritað sambærilegt samkomulag við bandarísk stjórnvöld um skil á ríki-fyrir-ríki skýrslum. Fjármálaráðherra setti reglugerð nr. 1166/2016 um framkvæmd laganna.