Ákvarðandi bréf nr. 013/1999
Fyrirspurn um skattalega meðferð skipta á hlutabréfum.
24. september 1999 T-Ákv. 99-013 is
Með vísan til fyrirspurnarbréfs yðar, dagsett þann 8. sept. 1999 vill embætti ríkisskattstjóra benda á eftirfarandi atriði;
Samkvæmt lögum nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt, gildir sú meginregla að þegar hlutabréf eða hvers konar lausafé skiptir um eigendur þá er það verðmæti sem færist á milli metið á raunvirði. Skiptum á hlutabréfum ber að jafna við sölu þeirra og kaup.
Telja verður að þegar eitt félag eignast hlutdeild í öðru og endurgjaldið sem flyst á milli er í hlutabréfaformi þá er um sölu hlutabréfa að ræða. Meta þarf raunvirði bréfanna svo hægt sé að reikna út hugsanlegan söluhagnað eða eftir atvikum sölutap og ákvarða skattalega meðferð.
Ríkisskattstjóri.