Skattskylda
Hér er með almennum hætti fjallað um skattskyldu manna, bæði almenna skattskyldu (ótakmarkaða) og takmarkaða. Sömu tekjur skattaðila geta verið skattskyldar í fleiri en einu ríki þegar maður ber almenna skattskyldu í einu ríki en takmarkaða skattskyldu í öðru. Tvísköttunarsamningar skera í þeim tilvikum úr því hvar tekjurnar eru skattlagðar.
Sérstaklega er vikið að reglum er varða erlenda listamenn hér á landi og námsmenn erlendis. Þá er einnig fjallað um reglur um skattskyldu dánarbúa.