Skattskylda

Hér er með almennum hætti fjallað um skattskyldu manna, bæði almenna skattskyldu (ótakmarkaða) og takmarkaða. Sömu tekjur skattaðila geta verið skattskyldar í fleiri en einu ríki þegar maður ber almenna skattskyldu í einu ríki en takmarkaða skattskyldu í öðru. Tvísköttunarsamningar skera í þeim tilvikum úr því hvar tekjurnar eru skattlagðar.

Sérstaklega er vikið að reglum er varða erlenda listamenn hér á landi og námsmenn erlendis. Þá er einnig fjallað um reglur um skattskyldu dánarbúa.


Takmörkuð skattskylda

Í takmarkaðri skattskyldu felst skylda til að greiða skatta af tekjum sem uppruna eiga hér á landi, án tillits til þeirra tekna sem aflað er annars staðar á sama tíma eða sama almanaksári.

Lesa meira

Almenn skattskylda

Á þeim sem bera almenna ótakmarkaða skattskyldu á Íslandi hvílir skylda til að greiða skatt af öllum tekjum sínum óháð því hvar þeirra er aflað í heiminum og öllum eignum sínum óháð staðsetningu þeirra. Taka ber þó tillit til tvísköttunarsamninga sem ríkisstjórnin hefur gert við stjórnir annarra ríkja til að koma í veg fyrir tvísköttun á tekjur og eignir.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum