Reiknivélar

Með reiknivélum er hægt á einfaldan hátt að skrá inn forsendur og reikna út fjárhæð skatta, gjalda og bóta.  Útreikningur samkvæmt reiknivélunum miðast við þær forsendur sem gefnar eru, en telst ekki bindandi ákvörðun.


Reiknivél staðgreiðslu

Reiknar út staðgreiðslu af vikulaunum eða mánaðarlaunum. Skrá þarf launafjárhæð, iðgjald í lífeyrissjóð og hlutfall persónuafsláttar sem það skattkort sýnir sem nýtt er hjá launagreiðanda. Einnig er hægt að skrá aðra frádráttarliði til að reikna út útborguð laun.

Lesa meira

Reiknivél bifreiðagjalda

Með því að skrá inn eigin þyngd og/eða co2 gildi ökutækis er hægt að reikna bifreiðagjald. Einnig er hægt að skipta bifreiðagjaldinu, t.d. ef númer eru lögð inn, ökutæki afskráð eða ef eigendaskipti eiga sér stað.

Lesa meira

Reiknivél vaxtabóta

Tilgreina þarf fjölskyldustöðu og skrá tekjustofn og eignastofn. Einnig vaxtagjöld af lánum sem tekin hafa verið til öflunar á íbúðarhúsnæði til eigin nota og eftirstöðvar þeirra í árslok.

Lesa meira

Reiknivél barnabóta

Með því að skrá inn tekjustofn, fjölskyldustöðu, fjölda barna og tekjuár er hægt að reikna út barnabætur. Auk þess þarf að tilgreina hversu mörg barnanna eru yngri en 7 ára í árslok. Athugið að barnabætur eru greiddar eftirá vegna barna sem framteljandi hefur hjá sér í árslok. 

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum