Rafræn skilríki
Hægt er að nota rafræn skilríki til að auðkenna sig inn á vefi, en þau koma í staðinn fyrir hefðbundið notendanafn og lykilorð. Einungis þarf að muna eitt PIN númer.
Með rafrænum skilríkjum verður einnig hægt að undirrita rafræn skjöl með rafrænum hætti.
Hægt er að fá rafræn skilríki á farsíma og korti. Ekki skiptir máli á hvaða formi rafrænu skilríkin eru, þau eru öll jafn gild.