Eignir og skuldir

Hér er fjallað um hvernig ber að telja fram eignir og skuldir einstaklinga. Fjallað er um framtalsskyldu fasteigna, lausafjár og eignarréttinda, á hvaða verði skuli telja eignir fram og hvað ekki telst til eignar í skattalegu tilliti. Einnig sérreglur sem geta gilt um eignir barna.  


Eignir

Framtalsskyldar eignir eru allar fasteignir, lausafé og hvers konar önnur eignarréttindi, og skiptir ekki máli hvort eignirnar skili tekjum eða ekki. Almenna reglan er sú að öll verðmæti skuli telja fram, en frá þeirri reglu eru nokkrar undantekningar sem um er fjallað í kaflanum.

Lesa meira

Skuldir

Gera skal grein fyrir öllum skuldum í lok tekjuárs í skattframtali, þ.m.t. yfirdrætti á hlaupareikningi og kreditkortaskuldum.

Lesa meira

Kaup á fyrstu íbúð

Frá 1. júlí 2017 er þeim einstaklingum sem kaupa/byggja sér íbúðarhúsnæði í fyrsta skipti annars vegar heimilt að fá útborguð viðbótariðgjöld sem greidd hafa verið til séreignarlífeyrissjóðs og hins vegar að greiða iðgjöld frá mánuði til mánaðar inn á lán sem tryggð eru með veði í íbúðinni.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum