Virðisaukaskattur

Í þessum kafla er fjallað um virðisaukaskatt sem er einn stærsti tekjustofn ríkisins. Virðisaukaskattur er almennur neysluskattur og er í flokki óbeinna skatta sem þýðir að kaupendur vöru og þjónustu greiða skattinn ekki beint í ríkissjóð, eins og t.d. tekjuskatt, heldur óbeint með neyslu sinni og að því meira sem verslað er þeim mun hærri virðisaukaskatt greiða kaupendurnir. Seljendur vöru og þjónustu innheimta skattinn og standa skil á honum í ríkissjóð. Virðisaukaskattur er þó endurgreiddur af tiltekinni þjónustu, s.s. af vinnu manna á byggingarstað íbúðarhúsnæðis.

Hér má nálgast bækling um almennar leiðbeiningar um virðisaukaskatt (pdf)


Skráning á VSK-skrá

Sérhver skattskyldur aðili skal tilkynna skattstjóra um starfsemi sína eða atvinnurekstur til skráningar á virðisaukaskattsskrá, eigi síðar en átta dögum áður en starfsemi hefst.

Lesa meira

Skattskylda og skattprósentur

Virðisaukaskattur er neysluskattur sem er innheimtur af allri innlendri vöru og þjónustu nema hún sé sérstaklega undanþegin og við innflutning vöru og þjónustu. Skattskylda hvílir á aðilum sem selja vörur eða þjónustu í atvinnuskyni. Skattþrep virðisaukaskatts eru tvö, 24% og 11%.

Lesa meira

Uppgjör og skil

Virðisaukaskattsskyldir aðilar skulu gera upp virðisaukaskatt eftir hvert uppgjörstímabil með greiðslu virðisaukaskatts ásamt virðisaukaskattsskýrslu. Meginreglan er að skilað er á tveggja mánaða fresti.

Lesa meira

Bókhald

Öllum VSK-skyldum aðilum er skylt að færa bókhald vegna virðisaukaskatts fyrir hvert uppgjörstímabil áður en virðisaukaskattsskýrsla tímabilsins er send. Hér er gerð grein fyrir ákvæðum laga og reglugerða sem varða bókhald VSK-skyldra aðila.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum