Virðisaukaskattur
Í þessum kafla er fjallað um virðisaukaskatt sem er einn stærsti tekjustofn ríkisins. Virðisaukaskattur er almennur neysluskattur og er í flokki óbeinna skatta sem þýðir að kaupendur vöru og þjónustu greiða skattinn ekki beint í ríkissjóð, eins og t.d. tekjuskatt, heldur óbeint með neyslu sinni og að því meira sem verslað er þeim mun hærri virðisaukaskatt greiða kaupendurnir. Seljendur vöru og þjónustu innheimta skattinn og standa skil á honum í ríkissjóð. Virðisaukaskattur er þó endurgreiddur af tiltekinni þjónustu, s.s. af vinnu manna á byggingarstað íbúðarhúsnæðis.
Hér má nálgast bækling um almennar leiðbeiningar um virðisaukaskatt (pdf)