Staðgreiðsla og reiknað endurgjald
Öllum þeim sem teljast launagreiðendur samkvæmt lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda, þ.e. þeir sem inna af hendi eða reikna greiðslur sem teljast vera laun, er skylt að halda eftir staðgreiðslu opinberra gjalda af launum starfsmanna og öðrum staðgreiðsluskyldum greiðslum og af reiknuðu endurgjaldi vegna eigin vinnu við reksturinn. Staðgreiðslan samanstendur af tekjuskatti og útsvari og er fyrirframgreiðsla uppí álagningu opinberra gjalda samkvæmt skattframtölum einstaklinga. Tekjuskattur rennur í ríkissjóð og útsvarið til viðeigandi sveitarfélags.