Skattskylda
Lögaðilar geta borið almenna (ótakmarkaða) eða takmarkaða skattskyldu hér á landi. Hér er með almennum hætti fjallað um það hvað í því felst og hvaða hlutverki tvísköttunarsamningar gegna þegar lögaðilar eru skattskyldir í fleiri en einu ríki vegna sömu tekna. Þá er fjallað um hvaða félög eru óskattskyld.
Sérstakar reglur gilda um sk. CFC félög og skattlagningu innlendra eigenda þeirra. Þá gætir nokkurra sérsjónarmiða um skattlagningu dánarbúa. Það sama á við um erlenda listamenn vegna tekna þeirra hér á landi.