Skattar og gjöld

Í þessum kafla er fjallað um skatta og gjöld í atvinnurekstri, sem ríkisskattstjóri leggur á. Flestir skattarnir eru lagðir á samkvæmt framtali en nokkur af smærri gjöldunum, s.s. skilagjald, úrvinnslugjald, áfengisgjald og olíugjald með öðrum hætti. Virðisaukaskattur er það mikill að umfangi að um hann er fjallað í sérstökum kafla.


Umhverfis- og auðlindaskattar

Umhverfis- og auðlindaskattar eru annars vegar kolefnisgjald á fljótandi jarðefnaeldsneyti og hins vegar skattur af sölu á raforku og heitu vatni. Gjaldskyldir eru þeir sem flytja inn gjaldskylt eldsneyti og þeir sem selja raforku og heitt vatn til notenda.

Lesa meira

Tryggingagjald

Tryggingagjald er lagt á alla sem greiða laun. Stofninn eru heildarlaunagreiðslur ársins, auk mótframlags í lífeyrissjóð og eftir atvikum reiknað endurgjald. Tryggingagjald er almennt innheimt í staðgreiðslu, samhliða skilum á afdreginni staðgreiðslu launamanna.

Lesa meira

Fjármagnstekjuskattur

Fjármagnstekjuskattur er lagður á vaxtatekjur, arð, söluhagnað og leigutekjur. Lögaðilar í atvinnurekstri bera ekki fjármagnstekjuskatt, enda teljast fjármagnstekjur þeirra rekstrartekjur sem mynda stofn til tekjuskatts. Afdregin staðgreiðsla af fjármagnstekjum gengur upp í tekjuskatt við álagningu.

Lesa meira

Tekjuskattur

Tekjuskattur er lagður á tekjuskattsstofn lögaðila og ákvarðast sem tekjur að teknu tilliti til þess frádráttar sem heimilaður er. Á algengustu félagsform lögaðila í atvinnurekstri er lagður 20% tekjuskattur en önnur félagsform bera 37,6% tekjuskatt.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum