Rafræn skil

Á þjónustuvefnum skattur.is er boðið upp á margs konar rafræn skil og samskipti við ríkisskattstjóra. Einnig er hægt að skila ýmsum gögnum beint úr launakerfum, bókhaldskerfum og framtalsforriti.

Hér er farið yfir hvaða skilríki eða veflykla þarf til rafrænna skila og eftir atvikum hvaða skilyrði þarf að uppfylla.


Gagnaskil

Ríkisskattstjóri rekur kerfi til móttöku á rafrænum sendingum framtalsgagna af ýmsu tagi. Þar er m.a. tekið á móti launamiðum, verktakamiðum, hlutafjármiðum og einnig sérmiðum frá sveitarfélögum, Tryggingastofnun, lífeyrissjóðum, tryggingafélögum o.fl. 

Lesa meira

Rafræn skilríki og veflyklar

Veflykill er aðgangsorð, gefið út af ríkisskattstjóra, fyrir rafræn samskipti við skattyfirvöld. Allir einstaklingar og félög eiga veflykla. Rafræn skilríki eiga með tímanum að leysa drjúgan hluta veflykla af hólmi.

Lesa meira

Virðisaukaskattur

Virðisaukaskatti ber að skila rafrænt, bæði VSK-skýrslum og greiðslum. Þrjár leiðir eru í boði til rafrænna skila; á þjónustuvefnum skattur.is, bein skil úr bókhaldskerfum og skýrsluskil í vefbönkum flestra banka og sparisjóða.

Lesa meira

Staðgreiðsla

Rafræn skil á staðgreiðslu af launum er bæði hægt að gera á skattur.is og beint úr þeim launakerfum sem bjóða upp á rafræn skil. Tryggingagjaldi er skilað með staðgreiðslunni. Annað hvort eru rafræn skilríki notuð, eða staðgreiðsluveflykill.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum