Málsmeðferð og réttarreglur
Með þessari umfjöllun um málsmeðferðarreglur er leitast við að gefa stutt yfirlit yfir feril mála hjá skattyfirvöldum og hvaða reglur gilda á því sviði. Gerð er grein fyrir helstu reglum sem gilda við álagningu skattframtala og hvaða úrræði skattaðili hefur til þess að reyna að fá ákvörðun ríkisskattstjóra hnekkt, jafnt innan stjórnsýslunnar sem utan hennar. Þá er gerð grein fyrir hvað felst í svokölluðum bindandi álitum og loks er stutt umfjöllun um sektarheimildir skattyfirvalda.