Framtal og álagning

Í þessum kafla er fjallað ítarlega um forsendur álagningar allra gjalda, sem ríkisskattstjóri leggur á samkvæmt skattframtali. Einnig um það þegar notað er annað rekstrarár en almanaksárið og um frádrátt vegna samþykktra nýsköpunarverkefna. Þá leggur ríkisskattstjóri áherslu á rafræn skil skattgagna og er hér að finna upplýsingar um rafrænar skilaleiðir og um veflykla, hlutverk þeirra og virkni.


Álagningarseðill og forsendur 2021

Opinber gjöld lögaðila í atvinnurekstri eru flest lögð á samkvæmt skattframtali. Tekjuskattsstofn kemur fram í niðurstöðu rekstrarreiknings og tryggingagjaldsstofn í sundurliðun launagreiðslna í framtalinu. Aðrir stofnar eru skráðir á forsíðu skattframtals lögaðila. Niðurstöður eru birtar á álagningarseðli.

Lesa meira

Skattfrádráttur vegna nýsköpunar

Nýsköpunarverkefni, sem hlotið hafa staðfestingu frá Rannís, eiga rétt á sérstökum skattfrádrætti vegna nýsköpunar. Njóti verkefnið opinberra styrkja hafa þeir áhrif á fjárhæð skattfrádráttar. Frádrátturinn kemur til lækkunar á sköttum eða til útborgunar.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum