Bókhald og tekjuskráning

Í þessum kafla er fjallað um þær reglur sem gilda um bókhald og tekjuskráningu hjá bókhaldsskyldum aðilum. Öllum bókhaldsskyldum aðilum ber að færa bókhald og haga færslum, bókhaldsbókum og reikningaskipan í samræmi við bókhaldslög. Virðisaukaskattsskyldir aðilar skulu haga tekjuskráningu sinni í samræmi við bókhaldslög, virðisaukaskattslög og reglugerð um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.


Tekjuskráning

Þeir sem skyldir eru til að halda tvíhliða bókhald skulu fyrirfram lýsa því skriflega hvernig færslu tekna er hagað og hvaða aðferð er notuð við færslu á skattreikninga. Þessi lýsing skal liggja fyrir með bókhaldsgögnum. Tekjuskráningu skal haga í samræmi við bókhaldslög og önnur lög og reglugerðir eftir því sem við á.

Lesa meira

Bókhald

Öllum bókhaldsskyldum aðilum ber að færa bókhald og haga færslum, bókhaldsbókum og reikningaskipan í samræmi við bókhaldslög. Það skal veita svo sundurliðaðar upplýsingar um rekstur og efnahag sem nauðsynlegar eru til að meta tekjur og gjöld, eignir og skuldir.

Lesa meira

Þessi síða notar vefkökur. Lesa meira Loka kökum