Bókhald og tekjuskráning
Í þessum kafla er fjallað um þær reglur sem gilda um bókhald og tekjuskráningu hjá bókhaldsskyldum aðilum. Öllum bókhaldsskyldum aðilum ber að færa bókhald og haga færslum, bókhaldsbókum og reikningaskipan í samræmi við bókhaldslög. Virðisaukaskattsskyldir aðilar skulu haga tekjuskráningu sinni í samræmi við bókhaldslög, virðisaukaskattslög og reglugerð um bókhald og tekjuskráningu virðisaukaskattsskyldra aðila.